Sjómenn í frí á Þorláksmessu SKIP eiga að vera komin til hafnar á hádegi á Þorláksmessu og eiga skipverjar frí til miðnættis annan jóladag, samkvæmt almennri reglu í kjarasamningum sjómanna og útvegsmanna.

Sjómenn í frí á Þorláksmessu

SKIP eiga að vera komin til hafnar á hádegi á Þorláksmessu og eiga skipverjar frí til miðnættis annan jóladag, samkvæmt almennri reglu í kjarasamningum sjómanna og útvegsmanna.

Á gamlársdag eiga sjómenn frí frá klukkan 16 til miðnættis á nýársdag. Sérákvæði er í samningum sjómanna og útvegsmanna um skip á síld- og loðnuveiðum, sem eiga að vera komin til heimahafnar 20. desember og liggja þar til 2. janúar.

Frávik ef siglt er með aflann

Ákvæði samninganna eru frávíkjanleg ef um er að ræða skip sem ætlað er að sigla með aflann á erlendan markað og skipshöfn er kunnugt um þá fyrirætlun, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu LÍÚ.