Strompur fyrir stóran jólasvein? MARGIR hafa áhyggjur af mittismálinu vegna góðgerða um jólin og stíga á stokk og strengja þess heit eftir áramót að megra sig.

Strompur fyrir stóran jólasvein?

MARGIR hafa áhyggjur af mittismálinu vegna góðgerða um jólin og stíga á stokk og strengja þess heit eftir áramót að megra sig. Einn þeirra sem slíkt mætti gera er Sveinki sjálfur, ef marka má ráðstafanir sem gerðar voru á þaki ónefnds staðar í Grafarvogi. Þar var að sögn verið að greiða leiðina fyrir digran jólasvein.

Morgunblaðið/Golli