Verkfalli námamanna aflýst Moskvu. Reuter. LEIÐTOGAR kolanámumanna í Rússlandi aflýstu verkfalli í námum um allt landið frá og með gærdeginum eftir að stjórnvöld lofuðu miklum launahækkunum undir lok mánaðarins. Ekki sneru þó allir kolanámumenn til vinnu.

Verkfalli námamanna aflýst Moskvu. Reuter.

LEIÐTOGAR kolanámumanna í Rússlandi aflýstu verkfalli í námum um allt landið frá og með gærdeginum eftir að stjórnvöld lofuðu miklum launahækkunum undir lok mánaðarins. Ekki sneru þó allir kolanámumenn til vinnu.

Verkfall kolanámumanna hófst 3. desember en sumir verkamannanna hafa ekki fengið greidd laun frá því í júní sl. Hefur verkfall þeirra orðið andstæðingum Viktors Tsjernomyrdíns, forsætisráðherra, tilefni til harðra árása á hann á þingi, auk þess sem óánægja almennings hefur farið vaxandi.

Þrátt fyrir að verkfallinu sé formlega lokið, er ekki víst að það sama verði sagt um vandamálin sem við stjórninni blasa. Nokkrar verkfallsnefndir ákváðu að halda verkfallinu áfram, þar til verkfallsmenn hefðu fengið greidd laun og hóta m.a. að hindra umferð.