49. TÖLUBLAÐ - 71. ÁRGANGUR EFNI Evrópumenn Til þessa hefur verið talið að Evrópa hafi ekki verið byggð mönnum í neinn óratíma, en nú hafa fundizt steingerð mannabein á Spáni, sem benda til milljón ára.

49. TÖLUBLAÐ - 71. ÁRGANGUR EFNI Evrópumenn Til þessa hefur verið talið að Evrópa hafi ekki verið byggð mönnum í neinn óratíma, en nú hafa fundizt steingerð mannabein á Spáni, sem benda til milljón ára. Þar að auki hafa fundizt "nýleg" listaverk, hellamálverk sem eru aðeins 30 þúsund ára gömul, en samt elzta list sem um er vitað.

Tycho Brahe

hinn heimskunni, danski stjörnufræðingur, fæddist fyrir 45o árum. Nú hefur Einar H. Guðmundsson, prófessor í stjarneðlisfræði, kynnt sér feril Brahes og fundið heimildir um samskipti hans við tvo íslenzka biskupa, Guðbrand Þorláksson og Odd Einarsson.

Jólaverkefni

Leikfélags Akureyrar er eftir bandaríska Bosníumanninn Steve Tesich og verður sýnt á nýju leiksviði félagsins, Renniverkstæðinu í Gránufélagshúsunum við Strandgötu. Leikritið gerist í borgarastyrjöld í ónefndu landi. Tveir vegmóðir göngumenn leita leiða til þess að bjarga lífi sínu við óblíðar aðstæður. Fyrirheitna landið þar sem frelsið ríkir er takmark þeirra en leiðin er ekki greið. Undir berum himni er barmafullt af tilvísunum í tónlistar-, lista- og menningarsögu Vesturlanda.

Ljóðið

kemur alltaf til baka - ef það er gott segir Andrés Björnsson fyrrum útvarpsstjóri í samtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur, en geislaplata með ljóðalestri Andrésar er komin út. Um það sígilda í ljóðinu segir hann: Sumt er þó sígilt, ég veit ekki hvers vegna sum ljóð verða það, ég kann ekki að skýra hvað þau hafa við sig, það er ósýnilegt og óáþreifanlegt, en eitthvað er það. Hvað sjálfan mig snertir veit ég þó að ég legg verulega mikið upp úr efnistökum.

Villiöndin

eftir Henrik Ibsen verður jólaleikrit Þjóðleikhússins. Kristján G. Arngrímsson fjallar í grein um siðferði og sjálfsblekkingu í Villiöndinni. Persóna Gregers Werle virðist við fyrstu sýn vera skýrt dæmi um mann sem gerir einungis það sem skyldan býður honum án þess að leiða hugann að afleiðingunum. En afleiðingar sannleikstrúboðs Gregers verða skelfilegar.

Svanavtanið

er ástsælasti ballett allra tíma segir Súsanna Svavarsdóttir, sem hreifst af sérstæðri sýningu í London. Þar voru svanahlutverkin öll samin fyrir karlmenn. Súsanna segist sérstaklega hafa beðið spennt eftir því hvernig færi með dans "litlu svananna", sem í látleysi sínu er alltaf eftirminnilegur. Lausnin var heillandi og full af glettni.

Forsíðumyndina tók Kristján Kristjánsson af Þráni Karlssyni og Arnari Jónssyni í hlutverkum göngumóðu ferðalanganna í jólaverkefni Leikfélags Akureyrar.