BEN OKRI AFRÍSK ELEGÍA Við erum kraftaverkin sem guð gerði til að bragða á bitrum ávöxtum Tímans. Við erum dýrmæt. Og dag einn munu þjáningar okkar breytast í undur jarðar. Til eru hlutir sem brenna mig núna og verða gullnir þegar ég er sæll.

BEN OKRI AFRÍSK ELEGÍA Við erum kraftaverkin sem guð gerði til að bragða á bitrum ávöxtum Tímans. Við erum dýrmæt. Og dag einn munu þjáningar okkar breytast í undur jarðar. Til eru hlutir sem brenna mig núna og verða gullnir þegar ég er sæll.

Sérðu leyndardóm sársauka okkar?

Að við skulum þola fátækt

og geta samt sungið og dreymt sæta drauma

og að við bölvum aldrei loftinu þegar það er hlýtt

né ávextinum þegar hann bragðast vel

né birtunni sem blítt sindrar á vatni?

Við blessum hluti jafnvel í kvöl okkar.

Við blessum þá í þögn.

Þessvegna er tónlist okkar svo ljúf.

Hún fær loftið til að muna.

Dularkraftar eru að verki

sem aðeins Tíminn fær kallað fram.

Ég hef líka heyrt hina dauðu syngja.

Og þeir segja mér allir

að þetta líf sé gott

þeir segja mér að lifa því varlega

með eldi, og ætíð með von.

Hér er undur

og það er undrun

í öllu sem hið ósýnilega hrærir.

Hafið er fullt af söng.

Himinninn er ekki óvinur.

Örlögin eru vinur okkar.

Þýðandi er Hrafn Harðarson.

Höfundurinn er skáld frá Nígeríu, f. 1959, en býr í London.