Handrit eftir Wagner á 8 milljónir FYRSTU drög þýska tónskáldsins Richards Wagner að óperunni "Tannhauser" sem komu í leitirnar fyrir skemmstu, voru seld á uppboði hjá Sotheby's fyrir um 8,5 milljónir ísl. kr.

Handrit eftir Wagner á 8 milljónir

FYRSTU drög þýska tónskáldsins Richards Wagner að óperunni "Tannhauser" sem komu í leitirnar fyrir skemmstu, voru seld á uppboði hjá Sotheby's fyrir um 8,5 milljónir ísl. kr. Handritið, sem er áritað af Wagner, komst í hendur uppboðsfyrirtækisins þegar ónefndur maður frá Austur-Evrópu benti á það. Handitið var nýársgjöf Wagners til svissneska hljómsveitarstjórans Wilhelm Baumgartner árið 1852 en lítið er vitað í hvaða höndum það lenti eftir það.

Wagner lauk við óperuna árið 1842 og samkvæmt handritinu gerði hann allnokkrar smábreytingar á henni frá fyrstu drögunum, bæði í texta og tónum. Þá er lokakafli hennar breyttur frá því sem nú er.

Það var Þjóðverji sem hefur sérhæft sig í sölu á handritum og nótum, sem keypti handrit Wagners fyrir mun lægra verð en búist hafði verið við að fengist fyrir það.