Sjálfvirkur slökkvari kertaljósa BLÓMAVAL hefur á boðstólum sjálfvirka kertaslökkvara sem nefndir eru "englavakt". Þrír í pakka kosta 99 krónur.

Sjálfvirkur slökkvari kertaljósa

BLÓMAVAL hefur á boðstólum sjálfvirka kertaslökkvara sem nefndir eru "englavakt". Þrír í pakka kosta 99 krónur. Kertaslökkvararnir eru einföld uppfinning gerð úr messinghólki sem smeykt er utan um kertið í hæfilegri hæð frá stjakanum eða skreytingunni. Þegar loginn er kominn hættulega neðarlega á kertið smellur plata yfir logann og slekkur á kertinu.