Verðkönnun á jólatrjám Verðið svipað og í fyrra MARGAR fjölskyldur hafa sérstaka siði í kringum kaup á jólatré, taka óratíma í að velja "rétta" tréð og kaupa gjarnan alltaf á sama staðnum.

Verðkönnun á jólatrjám Verðið svipað og í fyrra

MARGAR fjölskyldur hafa sérstaka siði í kringum kaup á jólatré, taka óratíma í að velja "rétta" tréð og kaupa gjarnan alltaf á sama staðnum.

Haft var samband við nokkra sem selja jólatré fyrir þessi jól og forvitnast um verð. Fljótt á litið virðist verðið svipað og í fyrra þó sums staðar muni nokkrum hundruðum króna.

Þar sem smekkur fólks er afar mismunandi þegar kemur að jólatrjám er ómögulegt að gera nákvæma verðkönnun þar sem tekið er tillit til gæða trjánna. Stuðst var við stærðir á trjám þegar verðið var athugað.

Tekið skal fram að þetta er ekki tæmandi listi yfir þá sem selja jólatré.