Yfirlýsing Bónus 25-35% ódýrari Neytendasíðu Morgunblaðsins barst eftirfarandi yfirlýsing frá Bónus vegna fréttar sem birtist á síðunni fyrr í vikunni.

Yfirlýsing Bónus 25-35% ódýrari Neytendasíðu Morgunblaðsins barst eftirfarandi yfirlýsing frá Bónus vegna fréttar sem birtist á síðunni fyrr í vikunni. "Bónus neitar algjörlega grófum ásökunum heildsalans Hauks Backmanns þar sem hann segir að Bónus lækki eina vöru og hækki aðra. Það er ljóst að hann fer með rangt mál og hefur Bónus lagt fram sannanir þess efnis. Einnig geta þúsundir ánægðra viðskiptavina staðfest það að lægsta verð á raftækjum á Íslandi er í sérvörudeild Bónus í Holtagörðum. Er verðmunurinn að meðaltali 25-35%. Bónus álítur hinsvegar að fullyrðingar heildsalans seu til komnar vegna gremju hans yfir því að upp hafi komist hversu gríðarlega hann leggur á leikföng.