Alþjóðleg skák í Hafnarfirði ALÞJÓÐLEGT skákmót, kennt við Guðmund Arason, hófst í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði í gær en þar keppa 30 skákmenn, þar af 10 erlendir en 8 þeirra eru alþjóðlegir meistarar.

Alþjóðleg skák í Hafnarfirði

ALÞJÓÐLEGT skákmót, kennt við Guðmund Arason, hófst í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði í gær en þar keppa 30 skákmenn, þar af 10 erlendir en 8 þeirra eru alþjóðlegir meistarar. Þetta er í annað skipti sem Guðmundur Arason, sem er fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands, stendur fyrir alþjóðlegu skákmóti til að gefa ungum skákmönnum tækifæri til að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Á myndinni sést Guðmundur leika fyrsta leik mótsins í viðureign alþjóðlega meistarans Alexanders Raetskíjs frá Rússlandi og Arnars Gunnarssonar en í fyrstu umferðinni náði Kristján Eðvarðsson að vinna alþjóðlega meistarann Matthew Turner frá Englandi. Önnur umferð hefst í dag klukkan 14.

Morgunblaðið/Golli