Beltin björguðu HARÐUR árekstur varð á vegamótum á móts við bæinn Hvítanes skammt austan við Hvolsvöll um hádegisbilið í gær. Að sögn lögreglu á Hvolsvelli björguðu beltin þeim sem í bílunum voru en bílarnir eru mjög mikið skemmdir, ef ekki ónýtir.

Beltin björguðu

HARÐUR árekstur varð á vegamótum á móts við bæinn Hvítanes skammt austan við Hvolsvöll um hádegisbilið í gær.

Að sögn lögreglu á Hvolsvelli björguðu beltin þeim sem í bílunum voru en bílarnir eru mjög mikið skemmdir, ef ekki ónýtir. Hálka var mikil á þessum slóðum þegar áreksturinn varð.

Ökumaður bílsins sem var að koma frá Hvítanesi og beygði inn á Suðurlandsveg virti ekki biðskyldu þar sem hann kvaðst ekki hafa séð hinn bílinn sem var á leið austur Suðurlandsveg.