Bílvelta í Kollafirði ÖKUMAÐUR missti stjórn á bifreið sinni á Vesturlandsvegi í Kollafirði í fyrrinótt, með þeim afleiðingum að hún fór út af veginum og valt. Ökumaðurinn hlaut talsverða áverka í andliti og farþegi í bifreiðinni meiddist lítils háttar.

Bílvelta í Kollafirði

ÖKUMAÐUR missti stjórn á bifreið sinni á Vesturlandsvegi í Kollafirði í fyrrinótt, með þeim afleiðingum að hún fór út af veginum og valt.

Ökumaðurinn hlaut talsverða áverka í andliti og farþegi í bifreiðinni meiddist lítils háttar. Þeir voru báðir fluttir í sjúkrabifreið á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi, þar sem gert var að sárum þeirra.

Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis.