Takk fyrir pakkann, Giljagaur! BÖRNIN í leikskólanum Efrihlíð í Reykjavík voru í sínu fínasta pússi í gær, því að þá voru litlu jólin haldin hátíðleg á þeim bæ.

Takk fyrir pakkann, Giljagaur! BÖRNIN í leikskólanum Efrihlíð í Reykjavík voru í sínu fínasta pússi í gær, því að þá voru litlu jólin haldin hátíðleg á þeim bæ. Jólasveinarnir Stekkjastaur og Giljagaur komu í heimsókn og gáfu öllum dýrindis pakka með jólasokk og sælgæti. Svo var auðvitað dansað í kringum jólatréð.

Morgunblaðið/Róbert Fragapane

EKKI er gott að segja hverju hún Alexia Björk er að hvísla að Giljagaur. Kannski er hún að þakka honum fyrir jólapakkann. Stúlkurnar sem standa hjá og fylgjast með af áhuga heita Diljá og Karitas.