Frakkar æfa fyrir HM FRAKKAR hafa ákveðið að halda sterkt fjögurra landa mót í knattspyrnu næsta sumar, nokkurs konar æfingu fyrir úrslitakeppni HM sem verður þar í landi árið 1998.

Frakkar æfa fyrir HM

FRAKKAR hafa ákveðið að halda sterkt fjögurra landa mót í knattspyrnu næsta sumar, nokkurs konar æfingu fyrir úrslitakeppni HM sem verður þar í landi árið 1998. Mótið verður haldið í byrjun júní og þar keppa auk franska landsliðsins lið Brasilíu, Englands og Ítalíu. Fyrsti leikurinn verður 3. júní í Lyon og þá leika heimamenn við Brasilíu. Daginn eftir leika Ítalir og Englendingar í Nantes, 7. júní leika Frakkar og Englendingar í Montpellier og daginn eftir Ítalía og Brasilía í Lyon. Englendingar og Brasilíumenn leika í Lens 10. júní og daginn eftir Frakkar og Ítalir á Parc des Princes í París.