KÖRFUKNATTLEIKUR Reuter Handagangur í öskjunni ÞAÐ var svo sannarlega handagangur í öskjunni þegar þessi mynd var tekin í leik Milwaukee Buck og Seattle Supersonics í fyrrakvöld og margar hendur á lofti.

KÖRFUKNATTLEIKUR Reuter Handagangur í öskjunni

ÞAÐ var svo sannarlega handagangur í öskjunni þegar þessi mynd var tekin í leik Milwaukee Buck og Seattle Supersonics í fyrrakvöld og margar hendur á lofti. Armon Gilliam leikmaður Bucks sem hafði betur nokkrum andartökum síðar og náði þessu sóknarfrákasti. Að endingu voru það leikmenn Milwaukee sem höfðu betur í jöfnum og tvísýnum leik, lokatölur 100:97. En það voru fleiri sem fögnuðu að leikslokum í fyrrakvöld því Houston vann í 19. skipti á leiktíðinni og að þessu sinni voru það leikmenn Detroit sem lágu. Leikirnir / C4