LIVERPOOL mætir liði Middlesboro í sjónvarpsleiknum í ensku knattspyrnunni í dag og hefst leikurinn klukkan 15. EMERSON verður að öllum líkinduim í byrjunarliði "Boro" í dag gegn Liverpool.

LIVERPOOL mætir liði Middlesboro í sjónvarpsleiknum í ensku knattspyrnunni í dag og hefst leikurinn klukkan 15. EMERSON verður að öllum líkinduim í byrjunarliði "Boro" í dag gegn Liverpool. Ólíklegt er að landi hans Juninho verði með vegna meiðsla í hné og tekur þá Norðmaðurinn Jan-Aage Fjortoft sæti hans í sókninni við hlið Fabrizio Ravanelli. Daninn Mikkel Beck er veikur og leikur ekki með.

CHRIS Sutton hefur gert fjögur mörk í fimm leikjum með Blackburn og gerir sér vonir um að geta haldið áfram að leggja inn á markareikninginn sinn í dag er Blackburn mætir Wimbledon. Miðvallarleikmaðurinn Garry Flitcroft verður hins vegar ekki með vegna ökklameiðsla og ólíklegt er talið að hann verði með næstu tvær vikurnar.

JOHN Scales fer með leikmönnum Tottenham til Leeds um helgina en ekki er reiknað með því að hann verði þáttakandi í leiknum. Sem kunnugt er stóð til að hann gengi til liðs við Leeds um síðustu helgi en á elleftu stundu tók hann ákvörðun um að fara heldur í raðir Tottenham.

DARREN Anderton er enn úr leik vegna meiðsla og mun leikmönnum Leeds ekki stafa nein hætta af honum að þessu sinni.

KRÓATINN Robert Prosinecki, sem hefur verið í herbúðum Barcelona, gekk til liðs við Sevilla í gær ­ kaupverð er 89,7 millj. ísl. kr.

VITOR Baia, ladsliðsmarkvörður Portúgals, sem leikur með Barcelona, mun að öllum líkindum missa af HM-leik gegn Þýskalandi í dag, þar sem hann er veikur.