Irish Latte 3 cl írskt viskí 1 kúpt tsk. púðursykur 1 skammtur espresso eða sterkt kaffi fyllt upp með flóaðri mjólk Hræra kaffi, viskí og púðursykri saman, hálffylla glasið með flóaðri mjólk og hræra laust.

Irish Latte 3 cl írskt viskí 1 kúpt tsk. púðursykur 1 skammtur espresso eða sterkt kaffi fyllt upp með flóaðri mjólk Hræra kaffi, viskí og púðursykri saman, hálffylla glasið með flóaðri mjólk og hræra laust. Skreytt með hálfþeyttum rjóma og kanildufti (ekki kanilsykri) stráð yfir.

Þessi drykkur er einstaklega mjúkur og jólalegur. Ingvi Steinar segir að kanildrykkir séu eins og Woody Allen, annaðhvort elskar fólk þá eða hatar. Kanillinn minnir kannski suma á grjónagraut, en er alveg stórkostlegur í svona drykki.

Aðalskaffi

2 skammtar espresso eða sterkt kaffi

6-8 cl nýmjólk

3 cl rjómi

4-5 cl bragðsíróp (eða uppáhalds líkjörinn)

Allt sett saman á ísmola í kokteilhristara og muna að setja kaffið síðast útí. Hrist.

Stóri Moli

3,5 cl Kahlua

1,5 cl Amaretto

Fremur sterku kaffi hellt útí og hrært saman. Skreytt með rjómatoppi, súkkulaðispónum og möndlu.

Brúsakaffi (fyrir útivistina)

Fyrir þá sem ekki eiga espresso kaffivél er hægt að hella uppá mjög sterkt kaffi, (tvöfalt kaffimagn á móti venjulegu suðumagni af vatni).

Espresso brúsi

Kaffi brúsi

flóuð mjólk

bragðsíróp eða líkjör að eigin vali, magn er smekksatriði.

Í Brúsakaffi og áfengt Aðalskaffi er sérstaklega mælt með Frangelico (heslihnetulíkjör), Baileys eða Carolans (rjómalíkjörar), Amaretto (möndlulíkjör), Kahlua, (kaffilíkjör) og Goldkenn (heslihnetu- og súkkulaðilíkjör). Ef sterkara áfengi er óskað er gott að nota brandí, vískí, koníak og dökkt romm.

Kanil-cappuccino

(Cinnaccino)

4,5 cl Captain Morgan romm

1,5 cl Goldschlager líkjör

12 cl espresso

Borið fram í bolla, fyllt upp með flóaðri mjólkurfroðu eða hálfþeyttum rjóma skreytt með kanildufti og kanilstöng.

Súkkulaðisynd

4,5 cl gin

2 cl Créme de Mint

15 cl heitt súkkulaði

skreytt með rjómatoppi og súkkulaðispónum.

Kanadískt te

(fyrir tedrykkjumenn)

2-3 cl kanadískt viskí

heitt te (Earl Grey eða annað eftir smekk)

1 tsk. síróp (Maple) hrært útí

1 stk. kanilstöng stungið oní

skreytt með appelsínusneið

Egg Nog

(f. 2 lítil glös)

3 cl brandí

3 cl romm

1 kúfuð tsk vanillusykur (eða sykursíróp)

1 egg

flóuð mjólk

Allt nema mjólk sett í glas, síðan er flóuð mjólkin hrærð útí og múskati stráð yfir

Egg Nog má drekka bæði heitt og kælt.