Helga Jóhannsdóttir Elsku besta tengdamamma. Þú varst einstök mamma. Með alla þína hlýju og kærleika, þú áttir svo stórt hjarta. Það var alltaf nóg pláss fyrir alla, börnin þín 8 og barnabörnin

24. Tengdabörnin urðu líka þín af heilum hug. Það er stórt skarð höggvið í hópinn. Við söknum þín svo mikið. En minningarnar ylja okkur og gleðja.

Elsku tengdapabbi, gullamma og frænka, missir ykkar er mikill.

Guð styrki ykkur.

Margs er að minnast,

margt er hér að þakka.

Guði sé lof fyrir liðna tíð.

Margs er að minnast,

margs er að sakna.

Guð þerri tregatárin stríð.

(V. Briem.)

Elsku Helga, takk fyrir og allt.

Þín,

Jakobína Ásgrímsdóttir.