SIGURÐUR GUNNARSSON Sigurður Gunnarsson fæddist á Norðfirði 9. janúar 1916. Hann lést á Landspítalanum 4. desember síðastliðinn. Foreldrar Sigurðar voru Gunnar Gíslason og Margrét Stefánsdóttir. Þeim varð 7 barna auðið en aðeins tvö komust upp. Systir Sigurðar, Guðlaug Bjarney, lést 1950.

Sigurður giftist Margréti Sigurðardóttur. Þau voru gift í um 20 ár, varð ekki barna auðið og hún lést 1975.

Útför Sigurðar fór fram frá Fossvogskapellu 13. desember.