Sigurður Sigurðsson Elsku afi minn. Það er ekki langt síðan að lítil stelpa kom hlaupandi til hans langafa síns eða afa Tópas eins og við kölluðum þig.

Þú áttir alltaf nóg af því í vasa þínum. Þú tókst alltaf vel á móti okkur, með bros á vör og opnum örmum, og oft læddist í grallarasvip í andliti þínu.

Á síðustu mánuðum urðu veikindi þín mikil og það var oft mjög erfitt að koma og sjá hvað þér leið illa.

Ég hringdi í ömmu morguninn 1. desember og ætlaði að fá að koma með uppá spítala að hitta þig, þegar hún sagði mér að þú værir dáinn. Ég átti alltaf von á að þú næðir að hressast og koma aftur heim.

Ég mun sakna þín sárt, því þú varst einstakur maður og góður afi. Það er ró yfir hjarta mínu því ég veit þér líður vel og þú fylgist með okkur um ókomna tíð. Megi góður guð geyma þig, elsku afi, og gefa ömmu styrk á erfiðum stundum.

Nú legg ég augun aftur.

Ó, Guð, þinn náðarkraftur,

mín veri vörn í nótt.

Æ, virzt mig að þér taka,

mér yfir láttu vaka,

þinn engil, svo ég sofi rótt.

(S. Egilsson)

Kristjana Henný, Jón Þór, Aníta Sól.