ÁGÚST EYJÓLFSSON Ágúst Sigurvin Eyjólfsson var fæddur í Hvammi á Landi 5. júní 1945. Hann lést á sjúkrahúsi í Stokkhólmi 7. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Eyjólfur Ágústsson, f. 9.1. 1918, bóndi og sýslunefndarmaður í Hvammi, og Guðrún Sigríður Kristinsdóttir, f. 9.12. 1921, húsfreyja. Systkini Ágústs voru Kristinn, f. 24.2. 1942, d. 13.11. 1996, bifreiðastjóri á Hellu, Katrín, f. 19.9. 1943, húsfreyja í Reykjavík; Ævar Pálmi, f. 21.8. 1946, lögregluþjónn í Reykjavík; Knútur, f. 7.1. 1949, strætisvagnastjóri í Reykjavík, og Selma Huld, f. 25.7. 1961, sjúkraliði og húsfreyja í Brüssel.

Börn Ágústs eru: 1) Stefán Steinar, f. 13.6. 1967, sjómaður, maki Anna Margrét Bjarnadóttir, f. 20.11. 1963. Móðir Stefáns er Ingibjörg Steingerður Haraldsdóttir. 2) Guðrún Sigríður, háskólanemi, f. 15.6. 1973. 3) Ágúst Krister, nemi, f. 20.6. 1979. Þau eru búsett í Svíþjóð og er Ástríður Erla Stefánsdóttir, f. 8.7. 1948, saumakona þar, móðir þeirra.

Útför Ágústs fer fram frá Skarðskirkju í Landsveit í dag og hefst athöfnin klukkan 14.