19. desember 1996 | Innlendar fréttir | 169 orð

Ný lögregluembætti Bogi og Haraldur skipaðir

Ný lögregluembætti Bogi og Haraldur skipaðir FORSETI Íslands hefur skipað Boga Nilsson rannsóknarlögreglustjóra í embætti ríkislögreglustjóra frá 1. júlí nk. að telja.

Ný lögregluembætti Bogi og Haraldur skipaðir

FORSETI Íslands hefur skipað Boga Nilsson rannsóknarlögreglustjóra í embætti ríkislögreglustjóra frá 1. júlí nk. að telja. Þá hefur forseti skipað Harald Johannessen, forstjóra Fangelsismálastofnunar ríkisins, í embætti varalögreglustjóra í Reykjavík frá sama tíma. Bogi og Haraldur hefja störf að undirbúningi stofnunar embættanna um áramót.

Við stofnun embættis ríkislögreglustjóra verður rannsóknarlögregla ríkisins lögð niður og flytjast meginverkefni hennar til embættis lögreglustjórans í Reykjavík og til rannsóknardeilda við lögreglustjóraembætti víða um land. Þær rannsóknardeildir verða jafnframt styrktar. Helsta viðfangsefni embættis ríkislögreglustjóra verður rannsókn á brotum í skatta- og efnahagsmálum.

Rannsókn allra sakamála, sem hefur verið hjá RLR, færist til embættis lögreglustjórans í Reykjavík. Embættið í Reykjavík mun því stækka verulega og m.a. mun rannsóknadeild þess verða öflug. Þá er stefnt að því að færa stóran hluta ákæruvalds frá ríkissaksóknara til einstakra lögreglustjóraembætta. Lögreglustjóri í Reykjavík mun því gefa út ákærur og vera ákærandi í þeim málum fyrir héraðsdómi. Varalögreglustjóra er ætlað að vera næstráðandi og staðgengill lögreglustjóra.

Bogi Nilsson

-Haraldur Johannessen

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.