24. desember 1996 | Íþróttir | 371 orð

KNATTSPYRNA Landsliðsmarkvörðurinn Birkir Kristinsson með Birmingham til 1.

KNATTSPYRNA Landsliðsmarkvörðurinn Birkir Kristinsson með Birmingham til 1. febrúar Á möguleika á að mæta öllum "Íslendingaliðunum" amall draumur Birkis Kristinssonar, landsliðsmarkvarðar í knattspyrnu, varð að veruleika um helgina, þegar Brann í Noregi...

KNATTSPYRNA Landsliðsmarkvörðurinn Birkir Kristinsson með Birmingham til 1. febrúar Á möguleika á að mæta öllum "Íslendingaliðunum" amall draumur Birkis Kristinssonar, landsliðsmarkvarðar í knattspyrnu, varð að veruleika um helgina, þegar Brann í Noregi, sem hann er samningsbundinn fram í október á næsta ári, samþykkti að leigja hann til Birmingham til og með 1. febrúar á næsta ári. "Mig hefur oft langað til að leika með ensku liði og það er mikið mál að komast til Englands," sagði Birkir við Morgunblaðið. "Allir fylgjast með ensku knattspyrnunni og þetta er ákveðið tækifæri sem byggist á mér sjálfum ­ ef ég stend mig er líklegt að einhver taki eftir því."

Eins og Morgunblaðið greindi frá á laugardag kom tilboð Birmingham City skyndilega upp en liðið er í toppbaráttunni í 1. deild. Markvörður þess verður frá næstu vikurnar vegna fingurmeiðsla og var haft samband við Brann um miðja liðna viku til að falast eftir íslenska markverðinum. Þá var Birkir á námskeiði í Ósló en þegar hann kom til Íslands sl. fimmtudag fékk hann skilaboð um að hafa samband við félag sitt. "Við fjölskyldan ætluðum að vera hjá ættingjum um jólin en sennilega hefði ég ekki komið til Íslands ef ég hefði vitað af þessum möguleika," sagði Birkir. Samningar tókust seint á laugardagskvöld og fór Birkir út morguninn eftir en hann vonast til að fá eiginkonuna og þriggja ára son þeirra til sín á milli jóla og nýárs.

Birmingham sækir Þorvald Örlygsson og samherja í Oldham heim á annan í jólum en á heimaleik við Tranmere 28. desember og við Manchester City 1. janúar. Síðan er bikarleikur en 11. janúar leikur Birmingham við Lárus Orra Sigurðsson og félaga í Stoke, 18. janúar er heimaleikur við Reading, 29. janúar útileikur við Birmingham og 1. febrúar útileikur við Guðna Bergsson og leikbræður hans í Bolton.

"Þetta eru allt mjög spennandi leikir og ekki er amalegt að vita til þess að ég eigi möguleika á að mæta öllum íslensku kempunum," sagði Birkir. "Mér líst svo sannarlega vel á þetta."

Birkir hittir félaga sína í Brann í Frankfurt í Þýskalandi 2. febrúar og þaðan fer norska liðið í æfingaferð til Suður-Afríku og Spánar en mikil áhersla var lögð á að Birkir færi með.

BIRKIR Kristinsson

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.