Minning: Jón Gunnar Árnason myndhöggvari Fæddur 15. maí 1931 Dáinn 21. apríl 1989 Látinn er góður vinur. Kynni okkar hófust er Jón Gunnar réðst til starfa hjá Sindra. Í því starfi fékk hann fljótt smjörþefinn af ýmsum listrænum verkefnum sem okkur var falið að leysa. Þar sást þegar hvert stefndi.

Þessi ár, á 4. áratug hafa liðið ótrúlega hratt, margt var gert en mörgu ólokið.

Mér er sérstaklega minnisstæð sérsýning sem Jón Gunnar hélt fyrir okkur gamla samstarfsmenn og vini hjá Sindra. Þar kom best fram hugur hans til okkar og mat okkará list hans. Ég gæti skrifað langt mál um samskipti okkar, margt af því veraldlega sem hann skilur eftirsig, minnir mig á samskipti hans við okkur hjá Sindra.

Að leiðarlokum gætu orð Tómasar átt við er hann segir:

Og nú var um seinan að sýna þér allt það traust,

sem samferðarfólki þínu hingað til láðist

að votta þér. Það virtist svo ástæðulaust

að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist.

Blessuð sé minning um góðandreng.

Ásgeir Einarsson