Fræðslufundur um mígreni og hormón MÍGRENISAMTÖKIN halda fræðslufund þriðjudaginn 28. janúar nk. kl. 20.30 í Menningarmiðstöðinni, Gerðubergi í Breiðholti, í A-sal, uppi. Fyrirlesari verður kvensjúkdómalæknirinn Arnar Hauksson, dr.med. og mun hann fjalla...

Fræðslufundur um mígreni og hormón

MÍGRENISAMTÖKIN halda fræðslufund þriðjudaginn 28. janúar nk. kl. 20.30 í Menningarmiðstöðinni, Gerðubergi í Breiðholti, í A-sal, uppi. Fyrirlesari verður kvensjúkdómalæknirinn Arnar Hauksson, dr.med. og mun hann fjalla um mígreni og hormón á léttum nótum.

Samkvæmt sænskum rannsóknum virðast sveiflur á östrogeni hafa mikil áhrif á mígreni. Til dæmis breytist "mígrenimynstrið" oft við tíðahvörf og 75% kvenna með mígreni líður betur á meðgöngu. P-pillan og önnur hormónameðferð getur haft áhrif á mígreni eða mígreni komið fram sem aukaverkun.

Kaffiveitingar verða seldar í hléi gegn vægu gjaldi og eru allir velkomnir á fundinn meðan húsrúm leyfir. Breyttur símatími samtakanna eru á mánudögum kl. 18­20 í síma 587-5055.