Samningar um frið í Mið-Austurlöndum HANAN Goder, sendiráðsritari í sendiráði Ísraels í Ósló flytur á þriðjudagskvöldið erindi um Ísrael og samninga um frið í Mið-Austurlöndum. Erindið verður flutt í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, húsi 1, 2. hæð og hefst...

Samningar um frið í Mið-Austurlöndum

HANAN Goder, sendiráðsritari í sendiráði Ísraels í Ósló flytur á þriðjudagskvöldið erindi um Ísrael og samninga um frið í Mið-Austurlöndum. Erindið verður flutt í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, húsi 1, 2. hæð og hefst hann kl. 20.

Í fréttatilkynningu frá ræðismanni Ísraels á Íslandi segir að Goder muni fjalla um stöðuna í samningamálum Ísraels og PLO og friðarhorfur í þessum heimshluta og svara fyrirspurnum að því búnu. Fundurinn er öllum opinn.