Vald og hroki Þorbjörgu Pálsdóttur: ÞAÐ ER einungis hjá vel gefnu fólki sem hroki fylgir ekki valdi. Af hverju má aldrei láta þann sem best veit, á því og því sviði, ráða? Svo einfalt ætti það að vera.

Vald og hroki Þorbjörgu Pálsdóttur:

ÞAÐ ER einungis hjá vel gefnu fólki sem hroki fylgir ekki valdi. Af hverju má aldrei láta þann sem best veit, á því og því sviði, ráða? Svo einfalt ætti það að vera.

Í reglugerð um tannlækningar elli- og örorkulífeyrisþega stendur að sjúkratryggingar skuli taka þátt í kostnaði vegna smíði gervigóma, heilgóma eða parta. Hvers vegna á að þvinga þessari aðgerð upp á fólk? Þetta er eins og fyrirskipun í útrýmingarbúðum!

Af hverju í ósköpunum fær ekki gömul manneskja, sem á rétt á styrk, að ráða því sjálf í samráði við sinn tannlækni hvað henni hentar? Eðlilega væri það svipuð upphæð sem viðkomandi ætti kost á og yrði hún því að bjarga þeim aukakostnaði sem gæti orðið, ef hún veldi ekki "útrýmingartanngarðana".

En hvað fær þá opinbera aðila, sem hér hafa "vald" til að "kúga" fólk til þess að gangast undir slíka aðgerð, aðgerð sem tannlæknar framkvæma helst ekki nema í neyð?

Er þetta af hroka ­ til þess að kúga kannski hóp manna, eða eru þessir valdhafar kannski tannlausir sjálfir, með gervigóm, heilgóm eða part jafnvel og skulu þá aðrir fá að líða fyrir það?

ÞORBJÖRG PÁLSDÓTTIR,

Sjafnargötu 14, Reykjavík.