dagbok nr. 62,7 sunnudagur 26. janúar, 26. dagur ársins 1997. Níuviknafasta. Orð dagsins: Því að auður varir ekki eilíflega, né heldur kóróna frá kyni til kyns. (Orðskv. 27, 24.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Á morgun eru Dettifoss og Reykjafoss væntanlegir til...

dagbok nr. 62,7

sunnudagur 26. janúar, 26. dagur ársins 1997. Níuviknafasta. Orð dagsins: Því að auður varir ekki eilíflega, né heldur kóróna frá kyni til kyns. (Orðskv. 27, 24.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Á morgun eru Dettifoss og Reykjafoss væntanlegir til hafnar.

Hafnarfjarðarhöfn: Í dag er Rand I væntanlegur og Dettifoss til Straumsvíkur. Þá fer Inger til útlanda. Á morgun eru Dettifoss og Reykjafoss væntanlegir.

Fréttir

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs verður með fataúthlutun nk. þriðjudag í Hamraborg 7, Kópavogi, 2. hæð, kl. 17-18.

Flóamarkaður Dýravina, Hafnarstræti 17, kjallara er opinn kl. 14-18 mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Uppl. í s. 552-2916.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Guðlaug Geirsdóttir, lögg. fasteigna- og skipasali, hefur skilað til ráðuneytisins leyfisbréfi sínu til fasteigna- og skipasölu og fellur því niður frá þeim tíma heimild hennar til að starfa sem fasteigna- og skipasali, segir í Lögbirtingablaðinu.

Lögreglustjórinn í Reykjavík auglýsir laus til umsóknar þrjú embætti lögreglumanna í lögreglunni í Reykjavík. Umsækjendur skulu hafa lokið námi við Lögregluskóla ríkisins. Umsóknum sé skilað til starfsmannastjóra, lögreglustöðinni Hverfisgötu 113-115, sem gefur nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 31. janúar nk. segir í Lögbirtingablaðinu.

Mannamót

Árskógar 4. Á morgun mánudag leikfimi kl. 10.15, félagsvist kl. 13.30.

Aflagrandi 40. Á morgun mánudag leikfimi kl. 8.30, bocciaæfing kl. 10.20, félagsvist kl. 14.

Hraunbær 105. Á morgun kl. 9-16.30 postulínsmálun, kl. 13-16.30 útskurður.

Hvassaleiti 56-58. Á morgun mánudag frjáls spilamennska kl. 13. Kaffiveitingar.

Félag eldri borgara í Rvík. og nágrenni. Félagsvist í Risinu kl. 14 í dag og dansað í Goðheimum kl. 20. Brids, tvímenningur í Risinu kl. 13 á morgun mánudag. Þeir félagar sem óska eftir aðstoð við gerð skattskýrslunnar skrái sig á skrifstofu félagsins, s. 552-8812 fyrir 28. þ.m.

Vitatorg. Á morgun mánudag smiðjan kl. 9, bútasaumur kl. 10, boccia kl. 10, gönguferð kl. 11, handmennt almenn kl. 13, brids (aðstoð) kl. 13, bókband kl. 13.30.

Furugerði 1. Framtalsaðstoð frá Skattstjóranum í Reykjavík verður veitt 67 ára og eldri í Furugerði 1 fimmtudaginn 30. janúar frá kl. 9-15.30. Uppl. og skráning í s. 553-6040.

ÍAK, Íþróttafélag aldraðra, Kópavogi. Á morgun mánudag púttað í Sundlaug Kópavogs með Karli og Ernst kl. 10-11. Seniordans kl. 15.30 í safnaðarsal Digraneskirkju.

Kvenfélag Hreyfils heldur fyrsta fund ársins þriðjudaginn 28. janúar kl. 20 stundvíslega í Hreyfilshúsinu. Línudanskennsla. Gestir velkomnir.

Hið íslenska Náttúrufræðifélag heldur fyrsta fræðslufyrirlesturinn á þessu ári á morgun mánudag kl. 20 í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla Íslands. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði flytur erindi sem hún nefnir: "Þjóðgarðar í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Allir velkomnir.

Skaftfellingafélagið í Rvík. spilar félagsvist í dag kl. 14 í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178.

Félagsvist ABK. Spilað í Þinghól, Hamraborg 11, á morgun mánudag kl. 20.30.

Kirkjustarf

Áskirkja. Fundur í æskulýðsfélaginu mánudagskvöld kl. 20.

Bústaðakirkja. Æskulýðsfélagið fyrir unglinga í 9. og 10. bekk í kvöld kl. 20.30 og fyrir unglinga í 8. bekk mánudagskvöld kl. 20.30.

Dómkirkjan. Mánudag: Samvera fyrir foreldra ungra barna kl. 14-16. Samkoma 10-12 ára barna TTT kl. 16.30.

Friðrikskapella. Kyrrðarstund í hádegi á morgun mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu á eftir.

Háteigskirkja. Mánudagskvöld kl. 20. Námskeiðið "Lifandi steinar". Allir velkomnir.

Langholtskirkja. Æskulýðsstarf í kvöld kl. 20 í umsjá Lenu Rós Matthíasdóttur. Ungbarnamorgunn mánudag kl. 10-12. Opið hús.

Laugarneskirkja. Mánudag: Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20.

Neskirkja. Mánudag: 10-12 ára starf kl. 17. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20. Foreldramorgun þriðjud. kl. 10­12. Kaffi og spjall.

Árbæjarkirkja. Opið hús, félagsstarf aldraðra fyrir eldri borgara mánudag kl. 13-15.30. Fótsnyrting, uppl. í s. 557-4521.

Digraneskirkja. Foreldramorgnar þriðjudaga kl. 10-12. Öllum opið.

Fella- og Hólakirkja. Bænastund og fyrirbænir kl. 18. Tekið á móti bænaefnum í kirkjunni. Æskulýðsfélagsfundur kl. 20.30.

Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara. Þorragleði þriðjudag kl. 12.30. Þátttaka tilkynnist Valgerði í s. 587-9070.

Kópavogskirkja. Æskulýðsfélagið heldur fund í safnaðarheimilinu Borgum í kvöld kl. 20.

Seljakirkja. Fundur KFUK á morgun mánudag fyrir 6-9 ára börn kl. 17.15-18.15 og 10-12 ára kl. 18.30-19.30. Mömmumorgunn þriðjudag kl. 10-12.