STÖÐ 3 Mánudagur 20. janúar 1997 20.45 Vörður laganna (The Marshal II) Þeir MacBride og Lester Lobos ákveða að skreppa í veiðiferð og eiga nokkra náðuga daga saman.

STÖÐ 3 Mánudagur 20. janúar 1997 20.45 Vörður laganna (The Marshal II) Þeir MacBride og Lester Lobos ákveða að skreppa í veiðiferð og eiga nokkra náðuga daga saman. Þeir eru búnir að koma sér fyrir á veiðilegum stað við ána þegar skotið er á þá og Lester slasast. MacBride tekst að koma leyniskyttunni á óvart og bregður við þegar hann sér að skyttan er unglingspiltur. Hann neitar að tala við MacBride en fellst á að hjálpa honum að koma Lester í bílinn. Í þann mund kemur faðir drengsins að þeim og beinir byssu að þeim MacBride og Lester. Þeim tekst að leysa málið en MacBride hefur ekki í hyggju að gefast upp að svo stöddu. STÖÐ 3 Þriðjudagur 21. janúar 1997 21.35 Rýnirinn (The Critic) Alice er á báðum áttum en gefur að lokum Penny dóttur sinni leyfi til að fara með Marty í samkvæmi. Henni líst ekki á blikuna þegar hún sér dóttur sína ásamt hinum börnunum í hávaðasömum og ofbeldisfullum myndbandsleik og stingur upp á því að þau finni sér annað til dundurs. Alice leggur til að þau segi sögur og býður verðlaun fyrir bestu söguna. Jay grípur þetta tækifæri báðum höndum og segir ótrúlega sögu af sjálfum sér. STÖÐ 3 Miðvikudagur 22. janúar 1997 19.55 Banvænn leikur (Deadly Games) (10:13) Á sínum tíma var Gus niðurbrotinn maður eftir skilnað þeirra lauru. Oftar en ekki glápti hann á sjónvarp fram eftir nóttu og sá þá margar auglýsingar um sjálfshjálparaðferðir sem hægt var að kaupa á myndböndum. Gus keypti aldrei slík myndbönd en hann lét manninn sem seldi þau fara mikið í taugarnar á sér og setti hann að lokum inn í tölvuleikinn sinn. Gus og Laura eiga nú í höggi við hann en hann ætlar sér að umbreyta mannfjöldanum sem safnast saman á miðnætti á Times Square í New York með eitri. STÖÐ 3 Fimmtudagur 23. janúar 1997 20.40 Mannshvörf (Beck) (3:6) Bresk spennuþáttaröð frá BBC-sjónvarpsstöðinni með Amöndu Redman í aðalhlutverki. Alison, eiginkona Johns, er nýlátin af völdum krabbameins. Sjálfur hverfur hann nokkrum dögum áður en hann kemst á eftirlaun og dóttir hans fær Beck til að leita hans. Hún kemst fljótlega að því að John hafði gefið konu sinni lyf til að flýta fyrir dauða hennar og hefur gengið frá eigin útför. STÖÐ 3 Föstudagur 24. janúar 1997 21.05 Engu að tapa (Everything to Gain) Eiginmaður Malloryar og tvö ung börn þeirra eru myrt. Að auki missir hún fóstur og lífslöngun hennar þverr. Mallory þiggur boð tengdamóður sinnar um að dvelja á sveitasetri hennar. Hún er nær dauða en lífi en undarleg sýn verður til þess að hún ákveður að berjast fyrir tilveru sinni ef ekki til annars en að finna þá sem myrtu fjölskyldu hennar. Myndin er gerð eftir samnefndri metsölubók Barböru Taylor Bradford. Aðalhlutverk: Sean Young og Jack Scalia. Leikstjóri: Michael Miller (Golden Halo-verðlaunin fyrir framhaldsmyndina Roses are for the Rich). 1996. Myndin er ekki við hæfi ungra barna. 22.35 Samlokan (Thick as Thieves) Al Hacker er snjall vasaþjófur en sérsvið hans eru þó innbrot. Honum væri ekki viðbjargandi ef ekki væri Lisa, systir hans. Nú þarfnast hann peninga og það strax. Systkinin leggja á ráðin en gera auðvitað ekki ráð fyrir stúlkunni Nikki sem er eldklár vasaþjófur, en skelfilega spillt. Ekki bætir úr skák að Nikki og Al þola vart við í nærveru hvors annars. Aðalhlutverk: Gerry Quigley, Carolyn Dunn, Amber-Lea Weston, Karl Pruner og Sara Botsford. Leikstjóri: Steve Dimarco. Myndin er bönnuð börnum. STÖÐ 3 Laugardagur 25. janúar 1997 21.50 Verjandinn (Jagged Edge) Vellauðugur útgefandi (Jeff Bridges) er sakaður um að hafa myrt eiginkonu sína. Glenn Close leikur virtan lögfræðing sem neitar að verja hann nema hann geti sýnt sér fram á sakleysi sitt. Hann gerir það svo um munar og hún verður yfir sig ástfangin af umbjóðanda sínum. Aðalhlutverk: Jeff Bridges, Glenn Close, Peter Coyote og Robert Loggia. Leikstjóri: Richard Marquand. 1995. Kvikmyndahandbók Maltins gefur tvær og hálfa stjörnu. Myndin er stranglega bönnuð börnum. STÖÐ 3 Sunnudagur 26. janúar 1997 22.25 Óvenjuleg öfl (Sentinel) Blair Sandburg er ánægður með nýju íbúðina sína. Hann umbreytti iðnaðarhúsnæði og er að sýna Jim Ellison áragurinn. Blair hefur ekki hugmynd um að í næsta húsi er fíkniefnaverksmiðja. Þeim félögum bregður hins vegar í brún þegar skotbardagi hefst í næsta nágrenni við þá. Yfirmaður Jims mætir á vettvang og ljóst er að þarna hefur klíkubardagi átt sér stað. Foringi annarar klíkunnar er færður til yfirheyrslu en ekki vill betur til en svo að hann er drepinn þegar hann gengur út af lögreglustöðinni. Aðalhlutverk: Richard Burgi, Garett Maggart, Bruce A. Young, Sherman Augustus, Robert Wisdom, James Black og Jude Zachary.