Fangelsið heillar SUÐUR-afrísk yfirvöld hafa opnað fangaklefa Nelsons Mandela á hinni illræmdu Robben eyju fyrir ferðamönnum.

Fangelsið heillar

SUÐUR-afrísk yfirvöld hafa opnað fangaklefa Nelsons Mandela á hinni illræmdu Robben eyju fyrir ferðamönnum. Að meðaltali fara um þrjú hundruð ferðamenn á dag, með ferju frá Cape Town til eyjarinnar þar sem pólitískir fangar voru áður sendir í útlegð. Þar var Mandela haldið í 18 ár af þeim 27 sem hann var fangi stjórnvalda.