Sumarfargjöld Flugleiða FLUGLEIÐIR bjóða nú sumarleyfisfargjöld í 15 borga í Evrópu í stað 8 síðasta sumar. Gildistími er frá 15. apríl til 30. september, en sölutímabilið frá 22. janúar til 30. júní.

Sumarfargjöld Flugleiða

FLUGLEIÐIR bjóða nú sumarleyfisfargjöld í 15 borga í Evrópu í stað 8 síðasta sumar. Gildistími er frá 15. apríl til 30. september, en sölutímabilið frá 22. janúar til 30. júní. Það skiptist í þrennt og er verð fargjalda mismunandi eftir því hvenær keypt er. Sem dæmi má taka að á fyrsta tímabilinu, frá 22. janúar til 28. febrúar kostar miði til Kaupmannahafnar 25.500 kr., frá 1. mars til 30. apríl, 29.500 og á þriðja tímabili 1. maí til 30. júní, 33.500. Þetta verð er án flugvallarskatta.

Hjá Flugleiðum kemur fram að sumarleyfisfargjöldin hafa lækkað milli ára. Lægsta fargjaldið í ár er til Glasgow, 19.000 á fyrsta sölutímabili, en var 19.500 í fyrra.

Fargjöldin þarf að bóka með a.m.k. 14 daga fyrirvara og ganga frá greiðslu um leið og bókað er. Borgirnar 15 eru: Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmur, London, Glasgow, Amsterdam, Lúxemborg, París, Hamborg, Frankfurt, Mílanó, Barcelóna, Vín, Zurich og Manchester.