Áfram SAMIK UM síðustu áramót var framlengdur til þriggja ára samningur um SAMIK, samstarfsnefnd Íslands og Grænlands um ferðamál. Birgir Þorgilsson, formaður, Ferðamálaráðs Íslands, er formaður SAMIK, og annar tveggja fulltrúa Íslands í nefndinni.

Áfram SAMIK

UM síðustu áramót var framlengdur til þriggja ára samningur um SAMIK, samstarfsnefnd Íslands og Grænlands um ferðamál. Birgir Þorgilsson, formaður, Ferðamálaráðs Íslands, er formaður SAMIK, og annar tveggja fulltrúa Íslands í nefndinni. Hinn er Sigurður Aðalsteinsson.

SAMIK vinnur að því að auka samskipti landanna tveggja á sem flesum sviðum. Í því skyni hafa til dæmis verið veittir styrkir til einstaklinga og hópa frá báðum löndum til kynnis- og fyrirlestrarferða. Birgir sagði í samtali við Morgunblaðið að allar hugmyndir og umsóknir sem gætu orðið til þess að auka samskipti Íslendinga og Grænlendinga á sem flestum sviðum, ekki síst á sviði ferðaþjónustu, væru vel þegnar. Hlutaðeigandi gætu snúið sér til SAMIK á Íslandi, sem er með aðstöðu hjá Ferðamálaráði Íslands.