Erótísk bílslys ÞÓTT NÝJASTA kvikmynd Davids Cronenbergs ynni ekki til verðlauna á Cannes-hátíðinni sem haldin var síðastliðið vor, vakti hún einna mest umtal. Ekki að ósekju. Myndin er unnin upp úr samnefndri skáldsögu eftir J.G. Ballard.

Erótísk bílslys ÞÓTT NÝJASTA kvikmynd Davids Cronenbergs ynni ekki til verðlauna á Cannes-hátíðinni sem haldin var síðastliðið vor, vakti hún einna mest umtal. Ekki að ósekju. Myndin er unnin upp úr samnefndri skáldsögu eftir J.G. Ballard. Hún fjallar um hóp manna sem sér erótíska hlið á bílslysum og setur þau á svið til að seðja kynlífshungrið.

Bretar og Bandaríkjamenn hafa verið heldur hikandi að leyfa myndina. Hún hefur hins vegar verið sýnd í Frakklandi við góðar undirtektir og hafa sumir bent á að þjóðarsálin virðist ekki hafa beðið varanlegan skaða af. Einn gagnrýnandi átti vart orð til að lýsa hrifningu sinni og komst svo að orði: "Hver og einn sem fæðist og gerir ráð fyrir að deyja þarf að horfast í augu við Cronenberg."