Ráðist á utanríkisráðherra Albaníu Tirana. Reuter. REIÐUR múgur réðst í gær að Tritan Shehu, utanríkisráðherra Albaníu, í bænum Lushnje í suðurhluta landsins í gær. Í bænum Berat kveiktu mótmælendur í ráðhúsinu.

Ráðist á utanríkisráðherra Albaníu Tirana. Reuter.

REIÐUR múgur réðst í gær að Tritan Shehu, utanríkisráðherra Albaníu, í bænum Lushnje í suðurhluta landsins í gær. Í bænum Berat kveiktu mótmælendur í ráðhúsinu.

Vitni að árásinni á utanríkisráðherrann sagði að mótmælendur hefðu þyrpst að honum um leið og þeir báru kennsl á hann. Greinilegt væri að einhverju hefði verið grýtt í Shehu því að hann hefði verið alblóðugur.

Mörg þúsund manns söfnuðust saman við lögreglustöðina í Berat og var sagt að mótmælendur hefði gengið í skrokk á lögregluþjónum og tekið lögreglustjórann í gíslingu.

Mótmæli hafa nú staðið í tvær vikur í Albaníu vegna þess að fjöldi manns óttast að hafa tapað aleigunni í fjárfestingum, sem reyndust svikamylla.