Grunnskólanemum veitt verðlaun í lestrarmagnskeppni NÍTJÁN bekkir úr grunnskólum Reykjavíkur fengu viðurkenningu í vikunni fyrir góðan árangur í lestrarmagnskeppninni svokölluðu sem haldin var síðastliðið haust og voru verðlaunin, blóm og bækur, veitt úr...

Grunnskólanemum veitt verðlaun í lestrarmagnskeppni

NÍTJÁN bekkir úr grunnskólum Reykjavíkur fengu viðurkenningu í vikunni fyrir góðan árangur í lestrarmagnskeppninni svokölluðu sem haldin var síðastliðið haust og voru verðlaunin, blóm og bækur, veitt úr hendi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Verðlaun hlutu þeir bekkir sem lásu að meðaltali flestar blaðsíður og voru fyrstu og önnur verðlaun veitt í hverjum árgangi. Þá voru Melaskóla veitt sérstök verðlaun því þar voru, yfir heildina, að meðaltali flestar blaðsíður lesnar.

Morgunblaðið/Kristinn

HÁTT í fimm hundruð börn voru mætt í Ráðhús Reykjavíkur til að fylgjast með afhendingu viðurkenninganna vegna lestrarmagnskeppninnar.

ALEXANDRA Young og Þórarinn Jóhannesson tóku við fyrstu verðlaunum úr hendi borgarstjóra fyrir hönd bekkjar síns 1.S í Engjaskóla.