Hvolsvöllur Bíll endaði í skurði BÍLL fór út af veginum við Mjóasund, rétt vestan við Landvegamótin í Holta- og Landsveit, um sjöleytið í fyrrakvöld, og endaði á réttum kili niðri í skurði.

Hvolsvöllur Bíll endaði í skurði

BÍLL fór út af veginum við Mjóasund, rétt vestan við Landvegamótin í Holta- og Landsveit, um sjöleytið í fyrrakvöld, og endaði á réttum kili niðri í skurði. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, slapp ómeiddur en bíllinn er töluvert skemmdur. Samkvæmt lögreglunni á Hvolsvelli missti ökumaðurinn stjórn á bílnum í krapinu með fyrrgreindum afleiðingum.