Milljón á mínútu MILLI klukkan 21 og 23 að kvöldi Þorláksmessu var verslað hérlendis fyrir um það bil 100 milljónir eða nær milljón á mínútu með greiðslukortum.

Milljón á mínútu

MILLI klukkan 21 og 23 að kvöldi Þorláksmessu var verslað hérlendis fyrir um það bil 100 milljónir eða nær milljón á mínútu með greiðslukortum.

Í fréttabréfi VISA kemur enn fremur fram að greiðslur með debetkortum hafi veri álíka margar en fyrir lægri upphæð eða um 650 þús. Í heild voru jólaviðskipti með VISA á tímabilinu um 2,6 milljarðar með greiðslukortum og um 2,1 milljarður með debetkortum.