Stórblót á Nesinu Í upphafi þorra sóttu 550 Seltirningar sameiginlegt þorrablót félagasamtaka, sem haldið var í Íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi í gærkvöldi, laugardag.

Stórblót á Nesinu Í upphafi þorra sóttu 550 Seltirningar sameiginlegt þorrablót félagasamtaka, sem haldið var í Íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi í gærkvöldi, laugardag. Að sögn Brynjars Eymundssonar matreiðslumeistara hjá Veislunni, er þetta þriðja árið, sem blótið er haldið. "Það fer um það bil tonn af vörum inn á borðið, þar af eru matföng á milli fimm og sex hundruð kíló," sagði hann. Þó blótið á Seltjarnarnesi sé í stærra lagi eru óskir þorrablótsgesta svipaðar og annars staðar. "Vinsælastir eru hrútspungarnir, harðfiskur, hákarl og hangikjöt." Myndin var tekin í gær þegar unnið var að undirbúningi. Með Brynjari er Hannes Garðarsson.

Morgunblaðið/Kristinn