AUDI FJÖLNOTABÍLL AUDI lætur ekki deigan síga við nýsköpun bíla. Nýlega kynnti fyrirtækið blæjuútfærslu af A3 og enn skemur er síðan fjallað var um fyrirhugaðan smábíl af gerðinni A2.

AUDI FJÖLNOTABÍLL

AUDI lætur ekki deigan síga við nýsköpun bíla. Nýlega kynnti fyrirtækið blæjuútfærslu af A3 og enn skemur er síðan fjallað var um fyrirhugaðan smábíl af gerðinni A2. Nú hefur Audi uppi áform um að setja á markað lítinn fjölnotabíl og verði hann smíðaður má búast við því að hann komi á markað árið 1999. Bíllinn yrði framhjóladrifinn og myndi deila undirvagni með A3 línunni. Hann yrði af svipaðri stærð og bíll ársins í Evrópu 1997, Renault Scénic. Hann yrði einnig boðinn með fjórhjóladrifi.

TÖLVUGERÐ mynd af áformuðum fjölnotabíl Audi sem hugsanlegt er að komi á markað 1999.