RÓTTÆK FRAMTÍÐARSÝN PONTIAC Rageous hugmyndabíllinn vakti talsverða athygli á bílasýningunni í Detroit fyrr í mánuðinum. Talsmenn Pontiac segja að í bílnum birtist framtíðarsýn fyrirtækisins í róttækum og kraftmiklum línum.

RÓTTÆK FRAMTÍÐARSÝN

PONTIAC Rageous hugmyndabíllinn vakti talsverða athygli á bílasýningunni í Detroit fyrr í mánuðinum. Talsmenn Pontiac segja að í bílnum birtist framtíðarsýn fyrirtækisins í róttækum og kraftmiklum línum. Bíllinn flokkast tæknilega með coupe-bílum, þ.e. tveggja dyra sportbílum, en fyrir aftan hurðirnar eru þil á lömum til þess að auðvelda aðgang að afturrýminu. Bíllinn er afturhjóladrifinn. Að aftan er afturhleri og hægt er að fella niður hluta af stuðaranum til þess að koma fyrir stærri hlutum í farangursrýminu.