Í BÍÓ BOGINN hyggst endursýna Stjörnustríðsmyndirnar þrjár eftir George Lucas, eins og fram kom hér í síðustu viku í tilefni 20 ára afmælis fyrstu myndarinnar, Stjörnustríðs.

Í BÍÓ

BOGINN hyggst endursýna Stjörnustríðsmyndirnar þrjár eftir George Lucas, eins og fram kom hér í síðustu viku í tilefni 20 ára afmælis fyrstu myndarinnar, Stjörnustríðs. Fróðlegt verður að sjá hvernig þeim verður tekið en víst er að ómögulegt er um það að spá. Myndirnar verða endursýndar í Bandaríkjunum frá og með næstu mánaðamótum og þar renna menn blint í sjóinn einnig. Milljónir dollara verða lagðar í auglýsingastarf og leikföngin streyma enn á ný af færibandinu en það segir ekkert um væntanlegt gengi myndanna. Bíómyndir hafa ekki verið endursýndar hér á landi árum saman nema í sérstökum kvikmyndaklúbbum utan Casablanca", sem Sambíóin endursýndu á 50 ára afmæli myndarinnar fyrir nokkrum árum. Er líf í 20 ára gömlum geimvísindamyndum? Trekkja þær enn að áhorfendur? Enginn veit neitt, sagði handritshöfundurinn William Goldman um kvikmyndabransann og hitti naglann á höfuðið.