Nafnspjald Stillupsteypu STILLUPPSTEYPA hefur verið iðin við útgáfu á liðnum árum, en þá yfirleitt í samfloti við aðra; það var ekki fyrr en fyrir skemmstu að fyrsta eiginlega útgáfan með tónlist Stilluppsteypu leit dagsins ljós.

Nafnspjald Stillupsteypu

STILLUPPSTEYPA hefur verið iðin við útgáfu á liðnum árum, en þá yfirleitt í samfloti við aðra; það var ekki fyrr en fyrir skemmstu að fyrsta eiginlega útgáfan með tónlist Stilluppsteypu leit dagsins ljós. Sú kallast einfaldlega Stillupsteypa og á henni eru fjögur lög, einskonar stuttskífa þó rúmar tuttugu mínútur af tónlist sé að finna á disknum.

tilluppsteypumenn segjast hafa segjast hafa ákveðið að setja saman hálfan disk af endurhljóðblönduðum lögum, og hinn helminginn með nýju efni, meðal annars til að kynna hljómsveitina. Þetta er fyrsta alvöru útgáfan, fyrsti diskurinn sem við fáum fyrirtæki til að dreifa fyrir okkur, og hugsaður sem nafnspjald hljómsveitarinnar, en til þess að menn úti leggi frekar við hlustirnar fengum við Hafler Trio og Matt Wand til að endurhljóðblanda lög, enda eru það þekkt nöfn úti, þá sérstaklega Matt Wand."

Þeir félagar segja lögin tvo sem teljast ný á plötunni tekin upp í sumar, en endurunnu lögin eru eldri, Andrew MacKensie, sem skipar Hafler Trio, endurhljóðblandaði gamalt lag, en Matt Wand setti saman nýtt lag úr hlutum úr eldri lögum", segja þeir og bæta við að standi til að gera myndband við það lag.

Tónlist Stilluppsteypu þykir ekki vel algengileg, en þeir félagar segja að talsverður markaður sé fyrir tónlist sveitarinnar úti. Hér á landi er eins og fáir skilji það sem við erum að gera, en úti er góður markaður og þannig erum við alltaf búnir að selja fyrir kostnaði þegar hver útgáfa kemur út. Það hefur reyndar ekki komið út diskur sem eingöngu er helgaður okkar tónlist, hitt hefur ýmist verið í takmörkuðu upplagi, eða þá sjötommur eða vínylútgáfa, þannig að nú er lag að kynna nafnið almennilega úti og þá kannski hér heima líka."

Stillupsteypumönnum vefst tunga um tönn þegar þeir eru beðnir að lýsa tónlist sinni, svara því til að það sé verk annarra að setja merkimiða á tónlistina. Við erum ekki að halda okkur á neinu sérstöku sviði, við gerum bara það sem okkur langar hverju sinni, en það má þó segja að við erum ekki að leika pönktónlist, sem fjölmargir virðast halda. Annað sem við höfum rekið okkur á er að fólk heldur að við séum afskaplega þunglyndir, en þvert á móti erum við frekar léttlyndir og bregðum oft á leik í tónlistinni og lagaheitum, þó það sé kannski kímni sem aðrir skilja ekki."

Morgunblaðið/Þorkell

Léttlyndi Stilluppsteypumenn.