Morgunblaðið/Haraldur Á. Ingþórsson Stór heimur í smáum augum FYRSTU skrefin geta verið risavaxin í augum ungviðisins og litlu kettlingakrílin, sem komu í heiminn seinasta fullveldisdag, 1. desember, fóru sér að engu óðslega áður en tágakarfan, sem hefur...

Morgunblaðið/Haraldur Á. Ingþórsson Stór heimur í smáum augum

FYRSTU skrefin geta verið risavaxin í augum ungviðisins og litlu kettlingakrílin, sem komu í heiminn seinasta fullveldisdag, 1. desember, fóru sér að engu óðslega áður en tágakarfan, sem hefur verið heimili þeirra frá fæðingu, var yfirgefin og umheimurinn kannaður betur. Ekki var þó laust við að þessi smávöxnu kisubörn kættust við tilhugsunina um landkönnunina sem fyrir höndum var. Kettlingarnir hafa alist upp við allsnægtir í Kattholti, en samt er ekki að efa að allir myndu þeir þiggja gott fósturheimili.