MARTINA HINGIS Fædd: 30. september 1980 í Kosice í Slóvakíu. Skýrð í höfuðið á tékknesku tennisstjörnunni Martinu Navratilovu. 2ja ára: Byrjaði að ganga og mamma hennar lét hana hafa tennisspaða til að hefja æfingar. 5 ára: Fyrsta mótið.

MARTINA HINGIS Fædd: 30. september 1980 í Kosice í Slóvakíu. Skýrð í höfuðið á tékknesku tennisstjörnunni Martinu Navratilovu. 2ja ára: Byrjaði að ganga og mamma hennar lét hana hafa tennisspaða til að hefja æfingar. 5 ára: Fyrsta mótið.

7 ára: Fluttist með móður sinni frá Tékkóslóvakíu til Sviss.

12 ára: Yngst allra til að sigra á Opna franska meistaramótinu.

13 ára: Sigraði á ungmennamótinu á Wimbledon og varð yngsti sigurvegari þess móts.

14 ára: Tók þátt í fyrsta atvinnumannamótinu og sigraði Patty Fendick 6­4 og 6­3 í Z¨urich. Varð þar með yngst til að vinna leik í atvinnumannamóti. Komst inná topp 20 á heimslistanum.

15 ára: Yngsti sigurvegari á Wimbledon, sigraði í tvíliðaleik ásamt Helenu Sukovu frá Tékklandi.

16 ára: Komst á topp 10 á heimslistanum viku eftir að hún varð 16 ára og viku síðar sigraði hún í fyrsta sinn í einliðaleik á atvinnumannamóti. Hún lagði Monicu Seles 6­2 og 6­0 á móti í Oakland og var þetta versta tap Seles á ferlinum. Varð yngst allra tennisleikara, karla og kvenna, til að komast yfir milljón dollara markið í verðlaunafé á einu tímabili. Skrifaði undir 10 milljóna samning við íþróttavöruframleiðanda til fimm ára. Yngsti sigurvegari í einliðaleik á Opna ástralska meistaramótinu.