ARGENTÍNSKI rithöfundurinn Luis Maria Pescetti vann á fimmtudag hin árlegu Casa de la Americas-verðlaun (Hús Ameríku) sem Kúbumenn veita.

ARGENTÍNSKI rithöfundurinn Luis Maria Pescetti vann á fimmtudag hin árlegu Casa de la Americas-verðlaun (Hús Ameríku) sem Kúbumenn veita. Hlýtur Pescetti-verðlaunin fyrir skáldsögu sína "El Ciudadano de Mis Zapatos" (Borgari í skóm mínum) en þar fléttar hann saman fjölskyldusögu og sögu daglegs lífs og stjórnmála í Argentínu á níunda áratugnum.

Auk Pescetti hlutu verðlaun Kúbumaðurinn Ronaldo Menedez Plasenica fyrir smásagnasafnið "Réttur hinna hengdu til að sparka", landi hans Ramon Fajardo Estrada fyrir ævisögu söng- og leikkonunnar Ritu Montaner, hin brasilíska Angela Leite de Souza fyrir ljóðasafnið "Þessar mörgu sprengjur" og Sonia Rivera-Valdes frá Kúbu hlaut sérstaka viðurkenningu höfunda sem skrifa á spænsku en gefa verk sín út í Bandaríkjunum. Hús Ameríku-verðlaunin hafa verið veitt frá því að Fidel Castro komst til valda á Kúbu árið 1959. Dómnefndina skipaði 21 rithöfundur og menntamaður frá 10 löndum en um 500 handrit frá 22 löndum bárust dómnefndinni.