Nýjar bækur Ofurmennið og eilíf endurkoma FJÓRÐA ritið í ritaröð Heimspekistofnunar um heimspeki er komið út. Hér er á ferðinni eitt af höfuðritum Nietzsche Svo mælti Zaraþústra, bók fyrir alla og engan.

Nýjar bækur Ofurmennið og eilíf endurkoma

FJÓRÐA ritið í ritaröð Heimspekistofnunar um heimspeki er komið út. Hér er á ferðinni eitt af höfuðritum Nietzsche Svo mælti Zaraþústra, bók fyrir alla og engan.

Þar setur Nietzsche fram nýstárlega sýn á lífið og gefur því nýja merkingu. Hann ræðir ekki aðeins um tilgang á tímum tilgangsleysis, heldur telur hann einnig að ógerlegt sé að vita neitt með vissu um hinstu rök tilverunnar. Nietzsche lætur Zaraþústru boða að ofurmennið sé "tilgangur jarðarinnar", markmiðið sem Nietzsche segir að maðurinn skuli stefna að. Með því að játa afdráttarlaust að enginn æðri tilgangur sé til leysir ofurmennið sköpunarkrafta úr læðingi sem gera því kleift að ljá lífinu merkingu og gefa því tilgang. Kenningin um eilífa endurkomu hins sama verður honum eins konar tilvistarleg skylduboð um að viðurkenna lífið eins og það er.

Íslensk þýðing bókarinnar er eftir Jón Árna Jónsson, en Sigríður Þorgeirsdóttir ritaði inngang.

Háskólaútgáfan og Heimspekistofnun Háskóla Íslands gefur út. Bókin er 314 bls. að lengd. Hún er fáanleg í hörðum spjöldum á kr. 3.490 og kiljuformi á kr. 2.890 og fæst í öllum helstu bókaverslunum.

Friedrich

Nietzsche