TVEGGJA heima sýn. Saga Ólafs Þórhallssonar og þjóðsögurnar er eftir Maríu Önnu Þorsteinsdóttur. Þetta er 53. bindi í ritröð Bókmenntafræðistofnunar Studia Islandica en ritstjóri er nú Vésteinn Ólason prófessor í íslensku við Háskóla Íslands.

TVEGGJA heima sýn. Saga Ólafs Þórhallssonar og þjóðsögurnar er eftir Maríu Önnu Þorsteinsdóttur. Þetta er 53. bindi í ritröð Bókmenntafræðistofnunar Studia Islandica en ritstjóri er nú Vésteinn Ólason prófessor í íslensku við Háskóla Íslands. Í bókinni fjallar María Anna Þorsteinsdóttir um Sögu Ólafs Þórhallssonar eftir Eirík Laxdal, sem hefur verið talin fyrsta íslenska skáldsagan. Sagan er þroskasaga manns sem ferðast milli tveggja heima, álfheima og mannheima. Höfundur klæðir þar hugmyndir upplýsingaraldar í búning þekktra þjóðsagna sem hann fléttar saman og lagar að skáldsöguforminu. "Í nákvæmri greiningu á verkinu sýnir höfundur að þar er teflt skynsemishyggju gegn stöðnuðum samskiptum samtímans og róttækri trú á gildi tilfinninganna í mannlegum samskiptum gegn valdboðum, hræsni og hviklyndi. Hún færir margvísleg rök að því að utangarðsmaðurinn Eiríkur Laxdal hafi í senn verið frumlegur og snjall rithöfundur og langt á undan samtíð sinni í hugmyndum um sálarlíf einstaklingsins og samfélagsleg skilyrði ástarinnar," segir í kynningu.

Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands gefur úr í samvinnu við Háskólaútgáfuna. Tveggja heima sýn, saga Ólafs Þórhallssonar og þjóðsögurnar er 288 bls. að stærð með ágripi á ensku. Verð er kr. 2.100.