Ástarljóð Það er dögun villtra vinda í hásumars hjarta. Sem hvítir kveðjuklútar velta skýin um loftin, á ferð sinni veifar þeim vindurinn sterkum höndum. Vindsins hundraðfalt hjarta slær og slær yfir ástarþögn okkar.

Ástarljóð Það er dögun villtra vinda í hásumars hjarta. Sem hvítir kveðjuklútar velta skýin um loftin, á ferð sinni veifar þeim vindurinn sterkum höndum. Vindsins hundraðfalt hjarta slær og slær yfir ástarþögn okkar.

Dunandi innan um eikur, marghljóma, guðlegt

svo sem sú tunga er syngur stríðsins stæltu söngva.

Vindur sem hremmir ránshendi laufin þurru

og titrandi örvar fuglanna sveigir af brautu.

Vindur sem hana fellir með brimlausri báru,

þyngdarlausu efni, og lútandi logum.

Þá molna og sökkva öll kossakynstrin hennar,

er sótt var að í borghliði sumarvindsins.

Þetta er hinn óveðursþrungni morgunn / í hjarta sumarsins. // Sem hvítir kveðjuklútar ferðast skýin, / vindurinn veifar þeim með sínum ferðavönu höndum. // Óteljandi hjarta vindsins / slær yfir ástfanginni þögn okkar. // Suðandi á milli trjáa, marghljóma og guðlegt, / eins og tunga full af stríði og söngvum. // Vindur sem hrifsar með sér fallin laufin / og hrekur af braut tifandi örvar fuglanna. // Vindur sem fellir hana með froðulausri báru / og þyngdarlausu efni, og lútandi logum. // Kossasafn hennar brotnar og sekkur / fallið í valinn í dyrum sumarvindsins.

Úr Tuttugu ljóðum um ást eftir Pablo Neruda. Bragþýðingin er eftrir Karl Guðmundsson en bein þýðing eftir Guðrúnu H. Tulinius.