Elín Birgitta Þorsteinsdóttir Nú kveð ég vinkonu mína, Elínu Birgittu Þorsteinsdóttur, sem var aðeins 16 ára þegar hún lést. Að setjast niður og skrifa minningargrein um ungan einstakling sem maður þekkir, er mjög erfitt. Elín var mjög glaðlynd stúlka og horfði alltaf björtum augum á lífið og alltaf tilbúin að hjálpa ef eitthvað bjátaði á. Ég kynntist Elínu Birgittu fyrir nokkrum árum í Grafarvogshverfi er ég bjó þar. Elín átti marga vini og þótti jafn vænt um þá alla. Þegar maður dettur og meiðir sig fylgir því alltaf sársauki en þegar ungt fólk deyr sem manni þykir vænt um er það einn mesti sársauki sem maður getur fundið.

Elsku Elín, þér líður eflaust vel núna og þú veist að þú átt ætíð stað í hjarta mínu. Jesús sagði: "Ég er ljós heimsins, sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa eilíft ljós lífsins." Elín átti allt lífið framundan og átti marga fallega drauma og bros hennar var svo yndislegt. Ég votta fjölskyldu Elínar Birgittu Þorsteinsdóttur mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja þau í þesari miklu sorg.

Nils Viggó Clausen.