HELGA GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR Helga Guðrún Þórðardóttir var fædd á Suðureyri við Súgandafjörð 21. september 1903. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 18. janúar síðastliðinn. Móðir hennar var Sigríður Elín Einarsdóttir, húsmóðir, f. á Meiri-Bakka í Skálavík 9. maí 1877, d. 29. nóvember 1967. Faðir hennar var Þórður Þórðarson, hreppstjóri og símstjóri, f. á Suðureyri við Súgandafjörð 8. nóvember 1875, d. 23. nóvember 1964. Systkini hennar voru Þórður, Ágústa Kristín, Einar Óskar Ástráður, Þórður Einir og Sigríður Ásta. Uppeldisbróðir hennar var Jón Guðni Lúðvíksson.

Eiginmaður Helgu var Kristján Bergur Eiríksson, trésmiður, f. á Stað í Súgandafirði 26. nóvember 1894, d. 9. september 1973. Börn Kristjáns og Helgu eru Þórður Þórðar, Sturlína Vigdís, d. 8.7. 1936, Sigríður Þórveig, Guðfinna Kristín, Eyrún Ósk og Ásdís Jóna.

Útför Helgu fer fram í Langholtskirkju á morgun, mánudaginn 27. janúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30.